Hafa safnað 2,8 milljónum eftir að keppni fór af stað Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 16:25 Þeir félagar Elías og Lárus hafa safnað rúmlega 2,8 milljónum króna. aðsend Félagarnir Elías Guðmundsson og Lárus Welding, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður meðferðarúrræðisins Krýsuvíkursamtakanna hafa samtals safnað rúmlega 2,8 milljónum króna fyrir Krýsuvíkursamtökin. Lárus hefur safnað mest allra á styrksíðu Reykjarvíkurmaraþoni, rúmlega 1,8 milljónum, og hefur Elías safnað rétt rúmlega einni milljón króna. Krýsuvík er frjáls félagasamtök sem rekur meðferðarúræði fyrir langt leidda einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun. Hjá Krýsuvík eru 21 skjólstæðingur í meðferð hverju sinni. Elías segir að söfnunin eigi að gera félaginu kleift að bæta við sjö plássum við úrræðið. „Þar með myndi biðlistinn minnka úr hálfu ári í þrjá mánuði,“ segir Elías í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hlaupið síðan árið 2014, þá fór ég 10 kílómetra. Vinir skoruðu á mig að fara lengra en tíu kílómetra og ég sagðist ætla að fara hálft maraþon ef ég næði að safna einni milljón. Lárusi fannst þetta góð hugmynd þannig hann styrkti mig um 250 þúsund og byrjaði þessa söfnun,“ segir Elías og heldur áfram: „Ég skoraði á hann að safna þrefalt meiru en ég og hann tók því. Hann hefur verið sveittur að safna, en þetta hlaup er ekkert mál fyrir hann. Við svitnum því jafn mikið á endanum.“ Nokkrir styrkir eru rausnarlegir en undir nafnleynd. Elías segir þó ekki svo að þeir séu sjálfir að stykja svo mikið. „Við erum hvorugir það efnaðir. Lárus hefur sett allt undir sínu nafni en það eru ýmsir sem vilja ekki endilega fá gloríur fyrir að leggja málstaðnum lið. Bara fólk sem er að láta gott af sér leiða, sem betur fer þekkjum við fullt af svoleiðis einstaklingum.“ Hægt er að heita á þá félaga á hlaupastyrkur.is. Góðverk Meðferðarheimili Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Lárus hefur safnað mest allra á styrksíðu Reykjarvíkurmaraþoni, rúmlega 1,8 milljónum, og hefur Elías safnað rétt rúmlega einni milljón króna. Krýsuvík er frjáls félagasamtök sem rekur meðferðarúræði fyrir langt leidda einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun. Hjá Krýsuvík eru 21 skjólstæðingur í meðferð hverju sinni. Elías segir að söfnunin eigi að gera félaginu kleift að bæta við sjö plássum við úrræðið. „Þar með myndi biðlistinn minnka úr hálfu ári í þrjá mánuði,“ segir Elías í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hlaupið síðan árið 2014, þá fór ég 10 kílómetra. Vinir skoruðu á mig að fara lengra en tíu kílómetra og ég sagðist ætla að fara hálft maraþon ef ég næði að safna einni milljón. Lárusi fannst þetta góð hugmynd þannig hann styrkti mig um 250 þúsund og byrjaði þessa söfnun,“ segir Elías og heldur áfram: „Ég skoraði á hann að safna þrefalt meiru en ég og hann tók því. Hann hefur verið sveittur að safna, en þetta hlaup er ekkert mál fyrir hann. Við svitnum því jafn mikið á endanum.“ Nokkrir styrkir eru rausnarlegir en undir nafnleynd. Elías segir þó ekki svo að þeir séu sjálfir að stykja svo mikið. „Við erum hvorugir það efnaðir. Lárus hefur sett allt undir sínu nafni en það eru ýmsir sem vilja ekki endilega fá gloríur fyrir að leggja málstaðnum lið. Bara fólk sem er að láta gott af sér leiða, sem betur fer þekkjum við fullt af svoleiðis einstaklingum.“ Hægt er að heita á þá félaga á hlaupastyrkur.is.
Góðverk Meðferðarheimili Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira