Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 08:26 Nató hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur bandalagsins við Úkraínu er ítrekaður. epa/Toms Kalnins Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi. Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira