Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 07:31 Amalía Ósk segir að það skipti mig miklu máli að vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungar stelpur sem vilja verða sterkar. Aðsend Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið. Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sjá meira
Amalía Ósk Sigurðardóttir, sem er 26 ára gömul er ein af konunum. „Ég er ein af þeim bestu á landinu, hef slegið mörg Íslandsmetin í íþróttinni síðan ég keppti á mínu fyrsta móti fyrir 6 árum og hef keppt á stórmótum víðs vegar um heim. Ásamt því að æfa ólympískar lyftingar þjálfa ég og sé um allt starf í Boot Camp í Sporthúsinu. Allur minn grunnur fyrir lyftingarnar koma úr Boot Camp en ég stundaði Boot Camp af fullum krafti fyrir þær,” segir Amalía. Flýgur út 5. september „Ég er á leiðinni á mitt annað heimsmeistaramót í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í borginni Riyadh í Saudi Arabíu og flýg ég út 5.september. Þetta er lang stærsta mótið en það eru rúmlega 800 skráðir þátttakendur úr nánast öllum löndum í heiminum. Þú þarft að ná ákveðnum lágmörkum til þess að mega keppa á mótinu svo allir keppendur eru háklassa. Við erum þrjár stelpur frá Íslandi að keppa á mótinu og fáum flott teymi með okkur út,” segir Amalía. Áætlaður heildarkostnaður fyrir ferðina er á bilinu 600-700 þúsund, sem Amalía þarf að greiða meira og minna sjálf.Aðsend Mest lyft 103 kílóum í jafnhendingu Amalía Ósk hefur mest lyft 103 kg í jafnhendingu og 84 kg í snörun. „Það er keppt í þyngdarflokkum í ólympískum lyftingum og hef ég alltaf keppt í undir 64 kg flokknum. Ég er fyrst og fremst að keppa á þessu móti til að koma mér aftur á pallinn og er markmiðið mitt að ná lyftunum mínum, hafa gaman og njóta þess að keppa aftur eftir erfitt tímabil, finna eldmóðinn minn aftur.” Þarf að greiða allan kostnað sjálf Íslensku keppendurnir á mótinu þurfa að greiða allan sinn kostnað sjálfir við mótið. „Já eins og eflaust margir vita er illa búið að afreksíþróttafólki á Íslandi og þarf ég að greiða allan kostnað sjálf fyrir ferðina, bæði fyrir mig og þjálfarann minn sem ég vil hafa með mér úti. Ég hef reynt að hafa samband við mörg fyrirtæki á Íslandi í von um að fá styrki en það gengið illa, það er lítið um svör. En samt sem áður óendanlega þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa styrkt mig. Svo á morgun, sunnudaginn 20. ágúst ætla ég að halda Boot Camp styrktaræfingu fyrir mig þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna, fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma og styrkja mig í leiðinni. Ferðin er dýr og mun það hjálpa mér mikið,” segir Amalía. Amalia Ósk er mjög virk á instagram og kemur til með að sýna frá öllum undirbúning og ferðalaginu sjálfu ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með henni Sunnudaginn 20. ágúst ætlar Amalía Ósk að halda Boot Camp styrktaræfingu í Sporthúsinu þar sem fólk borgar 2.000 kr fyrir æfinguna og fær að svitna og hafa gaman í klukkutíma eða frá 10:00 til 11:00.Aðsend
Lyftingar Sádi-Arabía Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti