Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili en sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA.
Villa byrjaði með látum og var búið að tryggja sér sigur strax í fyrri hálfleik. Ollie Watkins skoraði tvö fyrstu mörkin og Leon Bailey bætti því þriðja við skömmu fyrir hálfleik.
Strax í upphafi síðari hálfleik fullkomnaði Watkins síðan þrennuna og Douglas Luiz skoraði fimmta og síðasta mark Aston Villa úr vítaspyrnu á 74. mínútu.
Lokatölur 5-0 og Villa því í afar góðri stöðu fyrir heimaleikinn í næstu viku.