Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira