Loksins hægt að kaupa Mary Earps treyjur eftir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 16:31 Mary Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins sem lauk um helgina. getty/Richard Callis Stuðningsmenn enska landsliðsins geta loks keypt treyjur Marys Earps, markvarðar liðsins, eftir heimsmeistaramótið þar sem England endaði í 2. sæti. Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira