Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar.
Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður.

Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins.
Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það.
During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security.
— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023
The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV
Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki.
Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami.
Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77
— R (@Lionel30i) August 24, 2023