Valdaræningi lætur lýsa sig forseta Gabons Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 14:04 Hermenn tollera Brice Clothaire Oligui Nguema herforingja eftir valdaránið í síðustu viku. AP/Gabon24 Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gabon sór embættiseið sem bráðabirgðaforseti landsins í dag. Hann hét því að skila völdum aftur til þjóðarinnar í frjálsum og trúverðugum kosningum. Hópur herforingja undir forystu Brice Clotaire Oligui Nguema handtók Ali Bongo, forseta Gabons, og rændi völdum í Mið-Afríkuríkinu í síðustu viku. Bongo-fjölskyldan hafði verið í völd í meira en fimm áratugi. Oligui sór embættiseið sinn í forsetahöllinni í höfuðborginni Libreville fyrir framan embættismenn og leiðtoga hersins og sveitarstjórna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að óbreyttir borgarar hafi fagnað við vígsluathöfnina. „Með nýju ríkisstjórninni sem reynt fólk myndar ætlum við að gefa öllum tækifæri til þess að vona,“ sagði Oligui sem er frændi Bongo og var lífvörður föður hans sem stýrði Gabon í 41 ár. Átylla herforingjanna fyrir því að ræna völdum var að Bongo leiddi glundroða yfir þjóðina. Bongo vann umdeildar kosningar sem voru gagnrýndar fyrir ógegnsæi og markaðar af ásökunum um svik, að sögn AP-fréttastofunnar. Gabon var vísað úr Afríkubandalaginu eftir valdaránið. Það er sjötta frönskumælandi Afríkuríkið sem lendir undir herforingjastjórn á undanförnum þremur árum. Gabon Tengdar fréttir Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. 1. september 2023 10:42 Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hópur herforingja undir forystu Brice Clotaire Oligui Nguema handtók Ali Bongo, forseta Gabons, og rændi völdum í Mið-Afríkuríkinu í síðustu viku. Bongo-fjölskyldan hafði verið í völd í meira en fimm áratugi. Oligui sór embættiseið sinn í forsetahöllinni í höfuðborginni Libreville fyrir framan embættismenn og leiðtoga hersins og sveitarstjórna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að óbreyttir borgarar hafi fagnað við vígsluathöfnina. „Með nýju ríkisstjórninni sem reynt fólk myndar ætlum við að gefa öllum tækifæri til þess að vona,“ sagði Oligui sem er frændi Bongo og var lífvörður föður hans sem stýrði Gabon í 41 ár. Átylla herforingjanna fyrir því að ræna völdum var að Bongo leiddi glundroða yfir þjóðina. Bongo vann umdeildar kosningar sem voru gagnrýndar fyrir ógegnsæi og markaðar af ásökunum um svik, að sögn AP-fréttastofunnar. Gabon var vísað úr Afríkubandalaginu eftir valdaránið. Það er sjötta frönskumælandi Afríkuríkið sem lendir undir herforingjastjórn á undanförnum þremur árum.
Gabon Tengdar fréttir Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. 1. september 2023 10:42 Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. 1. september 2023 10:42
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14