Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 17:32 John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline Kennedy ganga úr flugvél í Dallas þann 22. nóvember 1963, daginn sem hann var myrtur. EPA Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum. Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum.
Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira