Þar með hafa alls fjórtán langreyðar veiðst frá því hvalveiðarnar hófust í síðustu viku. Fyrstu þrír hvalir vertíðarinnar voru skotnir fimmtudaginn 7. september. Næstu fjórir veiddust síðastliðinn sunnudag og aðrir fjórir á þriðjudag.
Matvælastofnun tilkynnti fyrr í dag að hún hefði ákveðið að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8 og má því búast við að hann sigli ekki strax aftur á miðin. Þá gæti einnig orðið hlé á veiðum Hvals 9 þar sem veðurspá laugardagsins gerir ráð fyrir suðaustan slagviðri.