Eignin er um 240 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Þrennar svalir eru á íbúðinni þar af 43 fermetra þakgarður með einstöku útsýni. Aukin lofthæð er á báðum hæðum og gólfsíðir gluggar.
Íbúðin er sannkölluð hönnunarperla þar sem skandinavísk og íslensk hönnun prýðir hvern krók og kima.
Gengið er inn á fjórðu hæð hússins. Þar er eldhús og stofa í opnu og samliggjandi rými. Við borðstofuborðið er klassísk hönnun Sveins Kjarval, Kjarvalsstóllinn og barstólar í eldhúsinu eru frá danska hönnunarhúsinu HAY.




Klassísk hönnun á hverju strái
Gengið upp er upp fallegan stiga með glerhandriði á efri hæð íbúðarinnar. Þar eru tvö svefnherbergi með fataskáp, baðherbergi og rúmgóð sjónarpsstofa með útsýni yfir Valssvæðið og Perluna.
Í sjónvarpstofunni eru tveir stólar sem bera heitið Svanurinn, hannaðir árið 1949 af danska hönnuðinum Arne Jacobsen. Andvirði stólsins er um 600 þúsund krónur.
Auk þess má sjá hillur frá sænska hönnuðinum Nisse Strinning og lampa frá danska hönnuðinum Louis Poulsen, svo fátt eitt sé nefnt.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.




