Kevin Lopez skoraði sigurmark Olimpia á 84. mínútu. Það virtist fara eitthvað illa í Orellana sem fékk rautt spjald skömmu síðar.
Ekki var annað hægt að segja en það hafi verið verðskuldað. Hann stökk nefnilega með báða fætur á undan sér og tók tvo leikmenn Marathón niður, þá Carlos Pineda og German Mejia.
Tæklinguna svakalegu má sjá hér fyrir neðan.
I'm not quite sure what to say about this red card in Honduras...
— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 18, 2023
Deportes TVCpic.twitter.com/JzvtIPssY1
Orellana baðst afsökunar á tæklingunni eftir leik. „Sannleikurinn er að þetta var rangt og ég bið alla afsökunar. Þú ert mannlegur og gerir mistök,“ sagði leikmaðurinn.
Tæklingin hefur vakið mikla athygli og myndband af henni farið eins og eldur um sinu um netheima. Orellana var spurður út í athyglina sem hann hefur fengið fyrir tæklinguna rosalegu.
„Þetta er hluti af fótbolta. Eins og ég sagði veit ég að mér urðu á mistök og ég bið alla afsökunar. Við lærum af mistökum,“ sagði hinn 21 árs Orellana.