„Við erum á tánum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri biðlar til bankanna að taka vel á móti viðskiptavinum sem þurfa að endursemja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir starfsfólk viðbúið. Vísir/Vilhelm/Einar Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. Verðbólguhorfur hafa batnað, fá heimili eiga í greiðsluerfiðleikum, það er minnkandi spenna á íbúðamarkaði og bankarnir standa vel. Þetta eru jákvæðu tíðindin að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti niðurstöður sínar í dag. Eftir 14 stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð eru hins vegar blikur á lofti þegar kemur að heimilunum í landinu. Þar er farið að bera á að greiðslubyrði lána sé farin að þyngjast. Og á næstu mánuðum mun hún þyngjast enn meir þegar fastir vextir á stórum hluta óverðtryggra fasteigna lána losna í síðasta lagi árið 2025. Þá gæti til að mynda mánaðarleg greiðslubyrði fjörutíu milljón króna láns tvöfaldast. Ef lántakandi tekur hins vegar verðtryggt lán er greiðslubyrðin svipuð og í dag en það hægir gríðarlega á eignamyndun húsnæðisins í staðinn. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undanfarin misseri varað við verðtryggðum lánum en í dag kvað við nýjan tón þegar hann hvatti fólk til að fara yfir lánskjör sín. „Ég vil hvetja fólk til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar. Tímalengd lána, greiðslubyrði, mögulega blanda af lánum og taka eitthvað verðtryggt,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgunni sé hætta á að óverðtryggðir vextir hverfi. „Það er sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona mikla verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fólk gæti að því að greiðslubyrði lána fari ekki upp fyrir 35 prósent af ráðstöfunartekjum. „Okkur finnst eðlilegt að ef greiðslubyrði er að fara að hækka um meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum verði leitað allra leiða til að dreifa álaginu,“ segir hann. Ásgeir segir að fjármálastofnanir megi búast við holskeflu viðskiptavina sem vilji breyta fasteignalánum sínum á næstu tólf mánuðum. „Bankarnir hafa verið að bregðast vel við. Mesti þunginn er ekki kominn fram. Þá má velta fyrir sér hvort megi vera meira samræmi í þeim leiðum sem eru í boði hjá bönkunum,“ segir Ásgeir. Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir ekki hægt að samræma lánskjör milli viðskiptabankanna vegna samkeppnissjónarmiða ef Ásgeir eigi við það. „Við förum aldrei í samstarf eða samráð án þess að því sé vel stýrt af Seðlabankanum og það er hann sem setur skorður um þennan markað. En við vinnum ekki saman að vöruþróun eða neinu slíku,“ segir Lilja. Lilja segir að starfsfólk sé viðbúið því að viðskiptavinir vilji endursemja um fasteignalán hafi greiðslubyrði aukist mikið. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer. Það eru rosalega mörg tækifæri til að breyta lánsformi,“ segir Lilja. Fjármálastöðugleikanefnd segir rekstur bankanna ganga vel og því eigi þeir að geta boðið góð kjör. Lilja segir að litið sé til þess við vaxtaákvörðun og til samkeppnissjónarmiða. „Það var um tíu prósent arðsemi af rekstri bankans eða rétt rúmlega og það er ekki óhóflega arðsemi. Ég held að við séum að reyna að bjóða samkeppnishæfa vexti. Ef ég tala fyrir minn banka þá erum við að reyna að bjóða eins samkeppnishæf kjör og mögulegt er,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort að vanskil séu að aukast hjá viðskiptavinum svarar Lilja: „Nei, en eins og ég segi við erum bara á tánum,“ segir bankastjórinn að lokum. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Alþingi Verðlag Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa batnað, fá heimili eiga í greiðsluerfiðleikum, það er minnkandi spenna á íbúðamarkaði og bankarnir standa vel. Þetta eru jákvæðu tíðindin að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti niðurstöður sínar í dag. Eftir 14 stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð eru hins vegar blikur á lofti þegar kemur að heimilunum í landinu. Þar er farið að bera á að greiðslubyrði lána sé farin að þyngjast. Og á næstu mánuðum mun hún þyngjast enn meir þegar fastir vextir á stórum hluta óverðtryggra fasteigna lána losna í síðasta lagi árið 2025. Þá gæti til að mynda mánaðarleg greiðslubyrði fjörutíu milljón króna láns tvöfaldast. Ef lántakandi tekur hins vegar verðtryggt lán er greiðslubyrðin svipuð og í dag en það hægir gríðarlega á eignamyndun húsnæðisins í staðinn. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undanfarin misseri varað við verðtryggðum lánum en í dag kvað við nýjan tón þegar hann hvatti fólk til að fara yfir lánskjör sín. „Ég vil hvetja fólk til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar. Tímalengd lána, greiðslubyrði, mögulega blanda af lánum og taka eitthvað verðtryggt,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgunni sé hætta á að óverðtryggðir vextir hverfi. „Það er sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona mikla verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fólk gæti að því að greiðslubyrði lána fari ekki upp fyrir 35 prósent af ráðstöfunartekjum. „Okkur finnst eðlilegt að ef greiðslubyrði er að fara að hækka um meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum verði leitað allra leiða til að dreifa álaginu,“ segir hann. Ásgeir segir að fjármálastofnanir megi búast við holskeflu viðskiptavina sem vilji breyta fasteignalánum sínum á næstu tólf mánuðum. „Bankarnir hafa verið að bregðast vel við. Mesti þunginn er ekki kominn fram. Þá má velta fyrir sér hvort megi vera meira samræmi í þeim leiðum sem eru í boði hjá bönkunum,“ segir Ásgeir. Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir ekki hægt að samræma lánskjör milli viðskiptabankanna vegna samkeppnissjónarmiða ef Ásgeir eigi við það. „Við förum aldrei í samstarf eða samráð án þess að því sé vel stýrt af Seðlabankanum og það er hann sem setur skorður um þennan markað. En við vinnum ekki saman að vöruþróun eða neinu slíku,“ segir Lilja. Lilja segir að starfsfólk sé viðbúið því að viðskiptavinir vilji endursemja um fasteignalán hafi greiðslubyrði aukist mikið. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer. Það eru rosalega mörg tækifæri til að breyta lánsformi,“ segir Lilja. Fjármálastöðugleikanefnd segir rekstur bankanna ganga vel og því eigi þeir að geta boðið góð kjör. Lilja segir að litið sé til þess við vaxtaákvörðun og til samkeppnissjónarmiða. „Það var um tíu prósent arðsemi af rekstri bankans eða rétt rúmlega og það er ekki óhóflega arðsemi. Ég held að við séum að reyna að bjóða samkeppnishæfa vexti. Ef ég tala fyrir minn banka þá erum við að reyna að bjóða eins samkeppnishæf kjör og mögulegt er,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort að vanskil séu að aukast hjá viðskiptavinum svarar Lilja: „Nei, en eins og ég segi við erum bara á tánum,“ segir bankastjórinn að lokum.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Alþingi Verðlag Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05
Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21