„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ Hinrik Wöhler skrifar 24. september 2023 17:17 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. „Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur KR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira