Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2023 20:17 Svandís og Sunna í Keldudal en kýrin Svandís er mjög spök og verður vonandi dugleg að framleiða íslenska mjólk í mjaltaþjóni fjóssins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira