Tjáir sig um skyndilegt fráfall föður síns: „Hann vissi að eitthvað væri að“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2023 13:30 Ben Tozer er fyrirliði Wrexham Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Ben Tozer, segist ekki enn vera búinn að átta sig á því að faðir hans sé látinn. Tozer segist ekki hafa gefið sér tíma til að syrgja fráfall hans en hann segir sögu föður síns vera víti til varnaðar fyrir aðra. Hann hafi verið hræddur við að leita sér hjálpar. Ben Tozer er kannski ekki þekktasta nafnið í boltanum en hann hefur þó gegnt lykilhlutverki, sem fyrirliði Wrexham, í uppgangi félagsins undir eignarhaldi Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Wrexham tryggði sér á síðasta tímabili sæti í ensku deildarkeppninni á nýjan leik með því að vinna ensku utandeildina. Þegar að titillinn fór á loft hjá Wrexham, á heimavelli félagsins The Racecourse Ground, var faðir Ben Tozer á svæðinu og horfði hann á son sinn vinna þetta glæsta afrek. Það var í apríl fyrr á þessu ári en Keith Tozer, faðir Ben, lagði á sig um 800 kílómetra leið frá heimabæ sínum Plymouth til Wrexham til þess að verða vitni að afreki sonar síns. En það var í miðjum fagnaðarlátunum á The Racecourse Ground sem Ben áttaði sig á því að eitthvað amaði að föður hans. „Hann átti það til að mæta á leiki hjá mér, leggja á sig þessa leið, en var alltaf farinn aftur til baka áður en ég yfirgaf völlinn,“ segir Ben Tozer í opinskáu viðtali við BBC. „Það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég vissi að hann hafði haft það betra og það var eins og hann væri að fela sig frá mér. Og ég veit núna af hverju.“ "The last time I spoke with him, the last words we said was 'I love you'."Wrexham captain Ben Tozer opens up on the loss of his father, who regularly made the 500 plus mile round trip from his home in Plymouth to north Wales to watch him in action.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) September 25, 2023 Reyndist of seint Aðstandendur Keith Tozer höfðu tekið eftir því, mánuðina fyrir leikinn sögufræga hjá Wrexham, að ekki væri allt með felldu hjá honum. „Bróðir minn tók eftir því, konan mín tók einnig eftir því. Pabbi sagðist alltaf ætla að fara láta kíkja á sig á heilsugæslunni en þegar að hann loksins gerði það var það of seint.“ Keith Tozer var greindur með hvítblæði og aðeins nokkrum dögum eftir greininguna lét hann lífið. „Ég æfði með Wrexham þennan dag, tók svo lestina til Plymouth og rétt náði honum áður en hann lét lífið.“ Ben Tozer segir stuðninginn sem hann fékk frá Wrexham, sér í lagi þjálfara liðsins Phil Parkinson, vera ómetanlegan. En á þessum tíma gaf hann sér ekki mikinn tíma til að syrgja. Brotnaði saman í Bandaríkjunum Skömmu eftir andlát föður síns, fyrir jarðarför hans, hélt Tozer með Wrexham til Bandaríkjanna þar sem liðið undirbjó sig fyrir yfirstandandi tímabil. Það var þar sem Ben Tozer fann fyrst fyrir sorginni, skömmu fyrir æfingarleik Wrexham við Chelsea í Norður-Karólínu. „Ég var að hita upp. Það hefur enginn séð þetta og ég er að tjá mig um þetta í fyrsta skipti núna. Ég komst í uppnám og tárin byrjuðu bara að streyma niður. Ég fór allt í einu að hugsa um að ef pabbi væri á lífi, þá væri hann að fara horfa á leikinn gegn Chelsea.“ Um leið og Wrexham sneri aftur til Wales hélt Ben Tozer til Plymouth þar sem hann var viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segist enn ekki hafa áttað sig að fullu á þeirri staðreynd að faðir hans sé látinn. „Það er erfitt fyrir mig að segja þetta en faðir minn var hræddur. Hann var hræddur við að heyra hvað amaði að sér. Hann vissi að eitthvað væri að.“ Ben Tozer nýtir tækifærið og hvetur fólk til þess að láta kanna á sér stöðuna ef því líður ekki vel og telur að eitthvað ami að sér. Enski boltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Ben Tozer er kannski ekki þekktasta nafnið í boltanum en hann hefur þó gegnt lykilhlutverki, sem fyrirliði Wrexham, í uppgangi félagsins undir eignarhaldi Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Wrexham tryggði sér á síðasta tímabili sæti í ensku deildarkeppninni á nýjan leik með því að vinna ensku utandeildina. Þegar að titillinn fór á loft hjá Wrexham, á heimavelli félagsins The Racecourse Ground, var faðir Ben Tozer á svæðinu og horfði hann á son sinn vinna þetta glæsta afrek. Það var í apríl fyrr á þessu ári en Keith Tozer, faðir Ben, lagði á sig um 800 kílómetra leið frá heimabæ sínum Plymouth til Wrexham til þess að verða vitni að afreki sonar síns. En það var í miðjum fagnaðarlátunum á The Racecourse Ground sem Ben áttaði sig á því að eitthvað amaði að föður hans. „Hann átti það til að mæta á leiki hjá mér, leggja á sig þessa leið, en var alltaf farinn aftur til baka áður en ég yfirgaf völlinn,“ segir Ben Tozer í opinskáu viðtali við BBC. „Það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég vissi að hann hafði haft það betra og það var eins og hann væri að fela sig frá mér. Og ég veit núna af hverju.“ "The last time I spoke with him, the last words we said was 'I love you'."Wrexham captain Ben Tozer opens up on the loss of his father, who regularly made the 500 plus mile round trip from his home in Plymouth to north Wales to watch him in action.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) September 25, 2023 Reyndist of seint Aðstandendur Keith Tozer höfðu tekið eftir því, mánuðina fyrir leikinn sögufræga hjá Wrexham, að ekki væri allt með felldu hjá honum. „Bróðir minn tók eftir því, konan mín tók einnig eftir því. Pabbi sagðist alltaf ætla að fara láta kíkja á sig á heilsugæslunni en þegar að hann loksins gerði það var það of seint.“ Keith Tozer var greindur með hvítblæði og aðeins nokkrum dögum eftir greininguna lét hann lífið. „Ég æfði með Wrexham þennan dag, tók svo lestina til Plymouth og rétt náði honum áður en hann lét lífið.“ Ben Tozer segir stuðninginn sem hann fékk frá Wrexham, sér í lagi þjálfara liðsins Phil Parkinson, vera ómetanlegan. En á þessum tíma gaf hann sér ekki mikinn tíma til að syrgja. Brotnaði saman í Bandaríkjunum Skömmu eftir andlát föður síns, fyrir jarðarför hans, hélt Tozer með Wrexham til Bandaríkjanna þar sem liðið undirbjó sig fyrir yfirstandandi tímabil. Það var þar sem Ben Tozer fann fyrst fyrir sorginni, skömmu fyrir æfingarleik Wrexham við Chelsea í Norður-Karólínu. „Ég var að hita upp. Það hefur enginn séð þetta og ég er að tjá mig um þetta í fyrsta skipti núna. Ég komst í uppnám og tárin byrjuðu bara að streyma niður. Ég fór allt í einu að hugsa um að ef pabbi væri á lífi, þá væri hann að fara horfa á leikinn gegn Chelsea.“ Um leið og Wrexham sneri aftur til Wales hélt Ben Tozer til Plymouth þar sem hann var viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segist enn ekki hafa áttað sig að fullu á þeirri staðreynd að faðir hans sé látinn. „Það er erfitt fyrir mig að segja þetta en faðir minn var hræddur. Hann var hræddur við að heyra hvað amaði að sér. Hann vissi að eitthvað væri að.“ Ben Tozer nýtir tækifærið og hvetur fólk til þess að láta kanna á sér stöðuna ef því líður ekki vel og telur að eitthvað ami að sér.
Enski boltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira