Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 10:44 Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er í kjörstöðu eftir kosningarnar. AP/Darko Bandic Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira