Bændur gefast upp eða draga saman seglin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. október 2023 11:59 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur miklar áhyggjur af afkomuvanda í landbúnaði. Stöð 2/Ívar Fannar Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira