Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 09:00 Enska landsliðskonan Ella Toone gengur niðurlút framhjá bikarnum eftir úrslitaleik HM í sumar. Getty/Daniela Porcelli Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst. Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira