Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. október 2023 07:01 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira