Garpur I. Elísabetarson hitti Svavar í þættinum Okkar eigið Ísland sem var sýndur í Sjónvarpi Vísis á sunnudag.
Þar var Garpur að labba fjallið ásamt dóttur sinni og frænku. Hann hafði fyrr um daginn sagt stelpunum frá Eyjamanni sem myndi labba nánast á hverjum degi upp á Heimaklett. Það var því nokkuð óvænt þegar þau rákust svo á hann.
Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Svavar sagðist ekki vera búinn að fá nóg af því að ganga upp á fjallið en viðurkenndi að dagarnir væru mismunandi. „Sumar ferðir eru bestar þegar þær eru búnar en yfirleitt, eins og í svona veðri, er þetta bara dásamlegt.“
Svavar er í miklu uppáhaldið hjá kindunum á fjallinu sem hópast að honum þegar hann kemur upp á topp fjallsins. „Ég hef ekki komið hingað í 20 ár án þess að vera með brauð, þær taka vel á móti mér.“
Horfa má á alla þættina af Okkar eigið Ísland í Sjónvarpi Vísis hér: