Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 09:01 Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Facebook Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20. Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20.
Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira