Íslenska liðið þarf sárlega á sigri að halda en liðið tapaði í síðasta leik gegn Lúxemborg. Stóru fréttirnar núna í aðdraganda leiksins eru þær að Gylfi Þór Sigurðsson er leikfær og gæti spilað sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár á morgun.
Åge var spurður út í það hvort Gylfi Þór myndi vera í byrjunarliði Íslands á morgun. Hann gaf lítið upp:
„Þið verðið bara að bíða og sjá.“
Þá var hann spurður út í það hvernig Gylfi hefði verið á æfingum í vikunni.
„Ég veit að hann er hæfileikaríkur leikmaður. Hann er með það sem aðrir leikmenn óska þess að búa yfir. Hann hefur verið flottur á æfingum, einbeittur og ánægður með að æfa á ný með liðinu. Hann er að njóta þess að spila fótbolta. Það skiptir miklu máli.
Þegar að hann fékk tækfærið þá átti hann auðvelt með að klína boltanum í samskeytin. Hann er algjör gæðaleikmaður og þarf núna bara fleiri mínútur á vellinum.“