Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2023 21:38 Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur og prestur, og Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður, voru tveir af upphafsmönnum Drekktu betur. Stöð 2 Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg. Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg.
Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira