Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom að Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands. Hann nýtti mínúturnar sínar vel og skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum. Það síðara skoraði hann í upphafi síðari hálfleiks eftir að hafa sannfært þjálfarateymið um að fá að spila tíu mínútur til viðbótar en upphaflega átti hann að fara út af í hálfleik.
Hér að neðan má sjá myndir frá leik gærkvöldsins.









