Van Dijk hjálpaði íslenska landsliðinu í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 09:30 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu í Aþenu í gærkvöldi. AP/Thanassis Stavrakis Íslenska landsliðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar en möguleiki strákanna okkar liggur nú í að fara í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira