Stjórnarandstaðan tryggði sér meirihluta atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 10:41 Hinn 66 ára Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. AP Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun. Nái flokkanir saman um stjórnarmyndum má reikna með myndun nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn Donald Tusk sem verður jákvæðari í garð Evrópusambandsins en fráfarandi stjórn sem nú hefur misst meirihluta. Í frétt BBC segir að Lög og réttlæti, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, sé sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Fastlega er búist við að flokkarnir þrír muni brátt hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Kann að marka vatnaskil Niðurstaða kosninganna kann að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og réttlæti, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Hvað gerir forsetinn? Augu manna munu senn beinast að Andrzej Duda Póllandsforseta, sem kemur úr röðum Laga og réttlætis, en formlega er það forsetinn sem hefur frumkvæði að myndun nýrrar stjórnar. Duda hefur áður sagt að hann muni veita leiðtoga stærsta flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þó að ljóst megi vera að Lög og réttlæti sé ekki með nægan stuðning til að mynda nýja stjórn kann einhver tími að líða þar til að Tusk fær formlegt umboð frá forsetanum til myndunar nýrrar stjórnar. Þá hafa einhverjar vangaveltur verið um það hvort að Lög og réttlæti muni nýta áhrif sín í hæstarétti landsins til að torvalda möguleg valdaskipti þar sem það er Hæstiréttur Póllands sem þarf formlega að leggja blessun sína yfir niðurstöður kosninganna. Pólland Kosningar í Póllandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Nái flokkanir saman um stjórnarmyndum má reikna með myndun nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn Donald Tusk sem verður jákvæðari í garð Evrópusambandsins en fráfarandi stjórn sem nú hefur misst meirihluta. Í frétt BBC segir að Lög og réttlæti, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, sé sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Fastlega er búist við að flokkarnir þrír muni brátt hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Kann að marka vatnaskil Niðurstaða kosninganna kann að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og réttlæti, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Hvað gerir forsetinn? Augu manna munu senn beinast að Andrzej Duda Póllandsforseta, sem kemur úr röðum Laga og réttlætis, en formlega er það forsetinn sem hefur frumkvæði að myndun nýrrar stjórnar. Duda hefur áður sagt að hann muni veita leiðtoga stærsta flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þó að ljóst megi vera að Lög og réttlæti sé ekki með nægan stuðning til að mynda nýja stjórn kann einhver tími að líða þar til að Tusk fær formlegt umboð frá forsetanum til myndunar nýrrar stjórnar. Þá hafa einhverjar vangaveltur verið um það hvort að Lög og réttlæti muni nýta áhrif sín í hæstarétti landsins til að torvalda möguleg valdaskipti þar sem það er Hæstiréttur Póllands sem þarf formlega að leggja blessun sína yfir niðurstöður kosninganna.
Pólland Kosningar í Póllandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26