Leik Belgíu og Svíþjóðar var hætt í hálfleik eftir að leikmenn og starfsmenn sænska landsliðsins fréttu fyrst af árásinni. Tveir Svíar voru drepnir í árásinni og voru þeir karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri.
Patrick Lundström dödades i terrordådet - familjens sorg: "Djupt chockade".https://t.co/PBTn4qyEww pic.twitter.com/0bPbM66AJ5
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 18, 2023
Árásin átti sér stað um klukkan sjö um kvöld á Boulevard d'Ypres sem er í um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandsleikurinn var spilaður.
Sænskir fjölmiðlar fengu leyfi frá fjölskyldu Patrick Lundström til að birta mynd af honum en þar má sjá hinn sextuga Patrick í sænsku landsliðstreyjunni.
„Öll fjölskyldan er í miklu áfalli enda hefur það óhugsandi gerst,“ sagði systkini Lundström í samtali við sænska ríkisútvarpið.
Patrick var mikill áhugamaður um knattspyrnu og horfði á flesta leiki sænska landsliðsins. Hann var frá Sundsvall en bjó í Stokkhólmi.
„Hann var mikill fótboltaáhugamaður og fylgdi ekki aðeins vel með sænska landsliðinu í gegnum og líka í gegnum mótlæti, heldur fylgdist hann með öllum fótbolta. Hann hafði gríðarlegan áhuga á fótboltanum. Hann var líka alltaf í sænska landsliðsbúningnum, skrifuðu systkini hans í yfirlýsingu til sænskra fjölmiðla.
Þau vildu einnig senda samúðarkveðjur til annarra fórnarlamba voðaverksins.