Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 14:55 Hafdís Huld heldur á tónleikaferðalag í byrjun nóvember. Aðsend Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út. Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út.
Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira