Gomez dæmdur í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 10:01 Alejandro Darío Gómez var í byrjunarliði Argentínu í tveimur leikjum á HM í Katar 2022, fyrst í opnunarleik gegn Sádí-Arabíu og síðar gegn Ástralíu í 16-liða úrslitunum. Vísir Argentínski landsliðsmaðurinn og leikmaður AC Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Papu Gómez, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuiðkun af FIFA vegna misnotkunar á astmalyfjum. Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira