Dularfullur dauðdagi vísindamanns Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2023 16:25 Háskólinn í Barcelona Wikimedia Commons Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af. Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira