Þórdís tilkynnti unnusta sínum um komu væntanlegs erfingja með hjartnænum hætti sem hún deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Færsluna má sjá hér fyrir neðan:
Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd.
Fyrsta verk þeirra saman eftir útskrift, Vorið vaknar naut til að mynda mikilla vinsælda árið 2020 en það var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar um langt skeið.
Bæði báðu þau hvors annars á sama stað, í samkomuhúsinu á Akureyri sem Þórdís segir vera þeirra eftirlætisstað.