Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 11:33 Að sögn Sigurðar Hannessonar er ófremdarástand á húsnæðismarkaði og ekkert sem bendir til þess að þar fari hlutirnir að lagast, þvert á móti. vísir/vilhelm Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira