Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 10:30 Bragi Valdimar segir lengi hafa verið vöntun á góðu hrekkjavökulagi, hann hefur nú bætt úr því. Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“ Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“
Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01