Hægt verður að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan.
Í tilkynningu frá Hugverkastofu segir stofnendur og stjórnendur Íslenskrar erfðagreiningar, Kerecis, Alvotech, NOX Medical, Sidekick Health, BIOEFFECT og Oculis muni fjalla um árangur sinna fyrirtækja frá mismunandi sjónarhóli.
Öflug nýsköpun á sviði líf- og heilbrigðisvísinda hefur leitt af sér þúsundir hátæknistarfa og milljarða í útflutningstekjur. Samfélagslegt mikilvægi þessara fyrirtækja er einnig mikið því starfsemi þeirra bjargar mannslífum, bætir heilsu og eykur lífsgæði fólks um allan heim.
Að erindum loknum mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veita Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan.
Nýsköpunarþing 2023 from Business Iceland on Vimeo.
Dagskrá:
13:30 Setning - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
13:35 Aðalerindi
- Brautryðjandinn - Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
- Einhyrningurinn - Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
14:05 Styttri erindi
- Lilja Kjalarsdóttir, forstöðumaður rekstrar og stefnumótunar í rannsókna- og þróunardeild Alvotech
- Einar Stefánsson, stofnandi Oculis
- Sæmundur Oddsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri lækninga og rannsókna Sidekick Health
- Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT
- Sveinbjörn Höskuldsson, þróunarstjóri Nox Medical
14:45 Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands 2023
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Fundarstjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar