Handbolti.is greindi fyrst frá. Þar kemur fram að þeir Júlíus Flosason, Ari Sverrir Magnússon, Pálmi Fannar Sigurðsson, Kristófer Ísak Bárðarson og Styrmir Máni Arnarson séu allir frá vegna meiðsla.
Júlíus meiddist illa gegn KA í 3. umferð og mun að öllum líkindum ekki spila aftur fyrr en flautað verður til leiks í febrúar þegar EM-pásunni lýkur. Ari Sverrir hefur misst af síðustu tveimur leikjum og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur.
Pálmi Fannar, fyrirliði liðsins, meiddist í leik gegn Selfossi um síðustu helgi. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Kristófer Ísak meiddist einnig gegn Selfossi á meðan Styrmir Máni hefur ekki enn spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
HK er í 11. sæti af 12 liðum með þrjú stig að loknum átta leikjum.