Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 22:03 Málið var rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Twitter/UN Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira