Matthew Perry látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2023 00:32 Perry var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler í sjónvarpsþáttunum Friends. Getty/Frederick M. Brown Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Jay Leno ræðir við karlleikarana þrjá í Friends á setti þáttanna, kaffihúsinu Central Perk, árið 2004.WireImage/Paul Drinkwater TMZ hefur eftir lögregluyfirvöldum að leikarinn hafi fundist látinn í dag, laugardag, á heimili í Los Angeles. Svo virðist sem hann hafi drukknað í heitum potti. Engin fíkniefni fundust á vettvangi samkvæmt heimildarmönnum TMZ innan raða lögreglunnar. Ekki er talið að andlát Perry hafi borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum miðilsins hafði Perry stundað líkamsrækt um morguninn og sent aðstoðarmann sinn út. Sá sneri aftur um tveimur tímum síðar og kom að Perry látnum í heitum potti. Perry opnaði sig upp á gátt um fíknivanda sinn í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni fyrir tæpu ári í tilefni útgáfu bókar sinnar. Þótt frægðarsól Perry hafi skinið skærast í Friends þá kom hann við sögu í fjölmörgum öðrum þáttaröðum í gegnum árin. Má þar nefna Boys Will be Boys, Growing Pains, Silver Spoons, Charles in Charge, Sydney, Beverly Hills 90210, Home Free, Ally McBeal, The West Wing, Scrubs, Studio 60 on the Sunset Strip, Go On, The Odd Couple og fleiri. Að neðan má sjá eftirminnileg atriði úr Friends þar sem Perry fór á kostum sem Chandler. Þá lék hann í þó nokkrum eftirminnilegum kvikmyndum, helst gamanmyndum. Má þar nefna Fools Rush In, The Whole Nine Yards, Three to Tango, The Kid, 17 Again, Getting In og fleiri. Hann hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu undanfarin ár og raunar ekki verið í hlutverki síðustu sex ár. Í Whole Nine Yards fór Perry með aðalhlutverk ásamt Bruce Willis. Á skjánum var alltaf stutt í húmorinn og skapaði hann eftirminnilega karaktera. Á bak við tjöldin voru erfiðari draugar sem hann var opinn með í seinni tíð. Baráttu við áfengisvandann og verkjalyf. Hann ánetjaðist verkjastillandi ópíóðalyfinu vicodin á árum sínum í Friends. Hann hafði margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar. David Schwimmer, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Courteney Cox Arquette, Jennifer Aniston and Matt Leblanc með verðlaun á 54. Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002.WireImage/SGranitz Perry fæddist í Plymouth í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna 19. ágúst 1969. Móðir hans er kanadískur blaðamaður en faðir hans leikari og fyrrverandi fyrirsæta. Hann ólst upp að stærstum hluta í Kanada og var efnilegur tennisspilari. Hélt til Los Angeles 15 ára Þegar Perry var fimmtán ára leitaði hugurinn til Los Angeles í leiklistarnám. Að lokinni útskrift kom Perry við sögu í ýmsum sjónvarpsþáttum þar til hann fór í prufu fyrir sjónvarpsþáttaröðina Six of One, sem átti eftir að verða að Friends. Perry var yngstur vinanna sex, aðeins 24 ára þegar tökur hófust á fyrstu þáttaröðinni. Perry átti vingott við ýmsar þekktar konur á ævinni en giftist aldrei. Hann sló sér upp með leikkonunni Yasmine Bleeth úr Strandvörðum árið 1995 og Julia Roberts leikkona varð kærasta hans í framhaldinu í nokkra mánuði. Hann trúlofaðist Molly Hurwitz í nóvember 2020 en tilkynnti að trúlofuninni hefði verið slitið sumarið 2021. Perry eignaðist aldrei börn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Hollywood Friends Kanada Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira