Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2023 21:55 Hjördís var í miðjum bakstri þegar fréttastofa leit við. Vísir/Steingrímur Dúi Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda. Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Góðverk Reykjavík Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Góðverk Reykjavík Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira