Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í spilaranum að neðan.
Í tilkynningu á vef Byggðastofnunar segir að tilgangur ráðstefnunnar sé að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.
„Leitast er við að ná fram ólíkum sjónarhornum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á tiltekinn málaflokk hverju sinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flytur ávarp og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verður með erindi.
Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem starfa eða sinna rannsóknum á vettvangi byggðamála,“ segir í tilkynningunni.

