Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 11:32 Shani Louk var 22 ára gömul. Instagram Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01