Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:08 Stjörnurnar hafa verið að birtast á húsum í París og víðar síðustu daga. AP/Michel Euler Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára. Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára.
Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira