Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 13:11 Ekki mikið að borga 18.700 krónur á mánuði fyrir slíka drossíu... Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira