Það er vefsíðan Fótbolti.net sem greinir frá en Þorlákur hefur verið án starfs síðan að Lengjudeildinni hér heima lauk en þar var hann þjálfari Þórs frá Akureyri.
SF Damaiense leikur í efstu deild Portúgal og er þar í 3. sæti þegar að fimm umferðir hafa verið leiknar á yfirstandandi tímabili.
Nuno Ventura var áður þjálfari liðsins en í gær var greint frá starfslokum hans og sagðar persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi hans úr starfi.
Þorlákur hefur yfir víðtækri reynslu að skipa frá störfum sínum bæði hérlendis sem og erlendis.