Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 07:58 Andrzej Duda, forseti Póllands og Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra Póllands, árið 2017. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04