Fjórir liðsmenn pólska liðsins voru reknir heim eftir að hafa farið á fyllerí sem var að sjálfsögðu í leyfisleysi.
Þetta gerist aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Póllands á mótinu sem fram fer í Indónesíu. Fyrsti leikurinn er á móti Japan á laugardaginn.
FIFA TELL PZPN 'NO'
— PSN Futbol (@PSN_Futbol) November 9, 2023
After expelling 4 players from its tournament roster due to the alcohol scandal, Poland has still not received the green light to replace them.
The U17 World Cup kicks off on Friday, and Poland may be forced to be left with only 14 outfield players #WCU17 pic.twitter.com/JXnL31FBn1
Í fylleríinu varð einn leikmaðurinn meðal annars fyrir því óláni að detta illa og fá skurð á höfuðið.
Alþjóða knattspyrnusambandið mun þó ekki veita Pólverjum undanþágu til að geta kallað á nýja leikmenn í staðinn.
Pólska liðið verður því aðeins með fjórtán útileikmenn á mótinu í stað átján.
Marcin Wlodarski, þjálfari pólska liðsins, segir að þetta sé mikið áfall fyrir hann sjálfan.
„Okkur hefur mistekist því við viljum líka ala þessa drengi rétt upp. Við eyðum miklum tíma með þeim og ég sé þetta sem áfall fyrir mig persónulega,“ sagði Wlodarski við Goal.pl.
Þetta er í fyrsta sinn frá 1999 sem Pólverjar komst með sautján ára landsliðið sitt alla leið inn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins en best hafa þeir náð fjórða sæti árið 1993.
[KOMUNIKAT]
— PZPN (@pzpn_pl) November 6, 2023
Przeczytaj tre . pic.twitter.com/EG25dSg9TH