Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 06:54 Ísraelskur hermaður í barnaherbergi íbúðar á Gasa. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira