„Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Jón Bjarni Ólafsson með boltann eftir að hafa tekið við sendingu frá Aroni Pálmarssyni. vísir/vilhelm Jón Bjarni Ólafsson átti stórleik þegar FH vann Hauka í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deildinni. Hann nýtur þess til hins ítrasta að spila með Aroni Pálmarssyni. Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti. Olís-deild karla FH Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti.
Olís-deild karla FH Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira