Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 17:46 Malmö og Elfsborg mætast á sunnudag í leik sem sker úr um hvort liðið verður sænskur meistari. Malmö/Elfsborg Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira