Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 19:38 Ashley Judd á að baki frábæran feril sem leikkona. Hún var fyrst kvenna til að stíga fram undir nafni í vitnisburði gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Stöð 2/Einar Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni. Konur með reynslu á ýmsum sviðum, hvort sem það er í stjórnmálum eða á vegum félagasamtaka. Konur eins og Ashley Judd, leikkonan frá Hollywood, sem miðlaði reynslu sinni í aldeilis frábæru erindi á þinginu. Ashley Judd á að baki glæsilegan kvikmyndaferil en hún hefur einnig beitt sér mikið í jafnréttismálum og fyrir réttindum kvenna til fóstureyðinga. Í æviminningum hennar, Allt það sem er biturt og sætt, greinir hún frá því að henni hafi verið nauðgað þrisvar. Ashley Judd greindi frá kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir allt frá sjö ára aldri. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir jafnrétti kvenna, frelsi þeirra til fóstureyðinga og beitir sér málum kvenna um allan heim sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.Stöð 2/Einar „Ég man að ég var sjö ára þegar karlmaður braut á mér í fyrsta skipti. Ég tala mikið um ofbeldi í sögum mínum, þannig að farið vel með ykkur. Ég fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafði verið gert við mig. Vitið hver svörin voru?, Guði sé lof að staðan er önnur í dag; hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd. Hún var fyrsta konan sem gaf sig fram undir nafni sem vitni í málaferlum gegn Harvey Weinstein. En hún er einnig velgjörðrasendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum ungs fólks og alnæmis og kynheilbrigðis kvenna. „Ég ber svo mikla virðingu og aðdáun til ykkar hér í þessum sal. Vegna þess að þið hafið drauminn, agann og hjartað. Og það er það sem þarf til að ljúka byltingunni,“ sagði Judd í áhrifaríku erindi sínu þar sem hún fjallaði meðal annars um samskipti hennar og Harvey Weinstein. Sjötta Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í dag og lýkur seinnipartinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja þingið.Stöð 2/Einar Adela Raz var fyrsta konan í embætti upplýsingafulltrúa Hamid Karzai þáverandi forseta Afganistans, fyrst kvenna fulltrúi Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum og síðasti sendiherra landsins í Bandaríkjunum fyrir síðustu byltingu Talibana. Hún segir stöðu kvenna í Afganistan hræðilega. Adela Raz er á flótta frá Afganistan í dag. Hún var fyrst kvenna fulltrúi Afganistan hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Bandaríkjunum.Stöð 2/Einar „Hún er erfið, harmþrungin og hjarta manns brestur. En einlægni sagt er staðan eins og við spáðum fyrir ef við færum þá leið sem að lokum var farin, sem var að friðþægjast við hóp manna sem trúir ekki á réttindi afganskra kvenna og kvenna almennt,“ segir Raz. Í raun væru Talibanar fámennur hópur sem hefði sölsað undir sig völdin í nafni trúarbragða en hefði komið þeirra eigin fjölskyldum fyrir í alsnægtum Vesturlanda. Í dag væri afganska þjóðin í mikilli þörf fyrir neyðaraðstoð og líf almennings og þá sérstaklega kvenna væri hörmulegt. Þeim væri bannað að mennta sig og fara frjálsar ferða sinna án fylgdar karlmanns. Konur væru þó enn að mótmæla á götum úti og krefjast réttar síns, hún bindi miklar vonir við konur í Afganistan. „Vegna þess að þær safnast enn saman á götum úti og berjast og hætta lífi sínu með því að safnast saman. Þrátt fyrir að þær viti að þær gætu endað í fangelsi, verið pyntaðar og jafnvel drepnar, gera þær það samt,“ segir Raz. Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Reykjavík Kvenheilsa Afganistan Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni. Konur með reynslu á ýmsum sviðum, hvort sem það er í stjórnmálum eða á vegum félagasamtaka. Konur eins og Ashley Judd, leikkonan frá Hollywood, sem miðlaði reynslu sinni í aldeilis frábæru erindi á þinginu. Ashley Judd á að baki glæsilegan kvikmyndaferil en hún hefur einnig beitt sér mikið í jafnréttismálum og fyrir réttindum kvenna til fóstureyðinga. Í æviminningum hennar, Allt það sem er biturt og sætt, greinir hún frá því að henni hafi verið nauðgað þrisvar. Ashley Judd greindi frá kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir allt frá sjö ára aldri. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir jafnrétti kvenna, frelsi þeirra til fóstureyðinga og beitir sér málum kvenna um allan heim sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.Stöð 2/Einar „Ég man að ég var sjö ára þegar karlmaður braut á mér í fyrsta skipti. Ég tala mikið um ofbeldi í sögum mínum, þannig að farið vel með ykkur. Ég fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafði verið gert við mig. Vitið hver svörin voru?, Guði sé lof að staðan er önnur í dag; hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd. Hún var fyrsta konan sem gaf sig fram undir nafni sem vitni í málaferlum gegn Harvey Weinstein. En hún er einnig velgjörðrasendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum ungs fólks og alnæmis og kynheilbrigðis kvenna. „Ég ber svo mikla virðingu og aðdáun til ykkar hér í þessum sal. Vegna þess að þið hafið drauminn, agann og hjartað. Og það er það sem þarf til að ljúka byltingunni,“ sagði Judd í áhrifaríku erindi sínu þar sem hún fjallaði meðal annars um samskipti hennar og Harvey Weinstein. Sjötta Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í dag og lýkur seinnipartinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja þingið.Stöð 2/Einar Adela Raz var fyrsta konan í embætti upplýsingafulltrúa Hamid Karzai þáverandi forseta Afganistans, fyrst kvenna fulltrúi Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum og síðasti sendiherra landsins í Bandaríkjunum fyrir síðustu byltingu Talibana. Hún segir stöðu kvenna í Afganistan hræðilega. Adela Raz er á flótta frá Afganistan í dag. Hún var fyrst kvenna fulltrúi Afganistan hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Bandaríkjunum.Stöð 2/Einar „Hún er erfið, harmþrungin og hjarta manns brestur. En einlægni sagt er staðan eins og við spáðum fyrir ef við færum þá leið sem að lokum var farin, sem var að friðþægjast við hóp manna sem trúir ekki á réttindi afganskra kvenna og kvenna almennt,“ segir Raz. Í raun væru Talibanar fámennur hópur sem hefði sölsað undir sig völdin í nafni trúarbragða en hefði komið þeirra eigin fjölskyldum fyrir í alsnægtum Vesturlanda. Í dag væri afganska þjóðin í mikilli þörf fyrir neyðaraðstoð og líf almennings og þá sérstaklega kvenna væri hörmulegt. Þeim væri bannað að mennta sig og fara frjálsar ferða sinna án fylgdar karlmanns. Konur væru þó enn að mótmæla á götum úti og krefjast réttar síns, hún bindi miklar vonir við konur í Afganistan. „Vegna þess að þær safnast enn saman á götum úti og berjast og hætta lífi sínu með því að safnast saman. Þrátt fyrir að þær viti að þær gætu endað í fangelsi, verið pyntaðar og jafnvel drepnar, gera þær það samt,“ segir Raz. Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Reykjavík Kvenheilsa Afganistan Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29